Veðurstofa Íslands
Eðlisfræðisvið

Jarðskjálftar 20040510 - 20040516, vika 20

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Eðlisfræðisvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru mældir 136 skjálftar og 4 sprengingar.
Engir stórskjálftar voru í vikunni, en svolítið fjör færðist í skeiðarárjökulinn fyrri hluta vikunnar og
voru staðsettir þar 12 smáskjálftar, en mun fleiri smáskjálftar hafa þó verið þar sem ekki var hægt að
staðsetja sökum smæðar.

Suðurland

Tæplega 50 skjálftar voru mældir og voru þeir allir frekar smáir.
Norður af Hveragerði mældust 14 skjálftar og var sá stærsti þeirra upp á 2,1 á Richter.

Norðurland

Mjög dreifð virkni var í vikunni, en upp úr hádegi á Sunnudeginum varð lítil hrina smáskjálfta rétt
rúmlega 12 km austur af Grímsey.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli mældust 20 skjálftar, flestir í vestanverðum jöklinum.
Í Vatnajökli mældust 19 skjálftar og dreifðust þeir allt norður frá Bárðarbungu og suður í Skeiðarárjökulinn.
Stærstu skjálftarnir (um 2,5 á Richter) voru þar við Grímsvötn og Bárðarbungu en í Skeiðarárjökli voru mun minni skjálftar.
Við Öskju mældust 2 skjálftar og einn rétt sunnan við Herðubreið.
Einnig var einn lítill skjálfti 2 km vestur af Hveravöllum.

Hjörleifur Sveinbjörnsson