Veðurstofa Íslands
Eðlisfræðisvið

Jarðskjálftar 20040524 - 20040530, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Eðlisfræðisvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í viku 22 mældust 115 jarðskjálftar. Sá stærsti 3.7 stig á Reykjaneshrygg aðfaranótt laugardags.

Suðurland

Á Suðurlandi mældust 5 skjálftar. Sá stærsti 1.4 stig í Holtunum á miðvikudag.

Reykjanesshryggur

Á Reykjaneshrygg mældust 25 jarðskjálftar. Flestir á laugardeginum. Sá stærsti varð kl 2:39 aðfaranótt laugardags 3.7 stig. Næst stærsti skjálftinn 3.3 stig varð kl. 3:59 sömu nótt. Sá fannst í Hafnarfirði.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi mældust 30 skjálftar. Sá stærsti 2.9 stig á sunnudagskvöld norður af Siglufirði.

Hálendið

Í Vatnajökli mældust 4 jarðskjálftar á bilinu 1.5 - 2.2 stig. Í Skeiðarárjökli mældust 2 ísskjálftar.

MÝrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust 18 skjálftar. Þar af 4 yfir 2 stig.

Vigfús Eyjólfsson