Í vikunni mældust 230 skjálftar, sem voru mjög dreifðir um allt land. Stærsti skjálftinn var 2,8 stig við Hamarinn í Vatnajökli.
Suðurland
Á Suðurlandsundirlendinu og út á Reykjanesskaga voru smáskjálftar á víð og dreif, stærstu skjálftarnir voru í Hestfjalli 1,6 stig og á Reykjanesi, en þar komu nokkrir skjálftar 1,0 - 2,1 stig. Úti á Reykjaneshrygg komu einnig nokkrir skjálftar, sá stærsti var 2,1 stig.
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandi mældust dreifðir skjálftar, sá stærsti var 2,4 stig um 30 km norðan við Grímsey.
Hálendið
Í Mýrdalsjökli voru flestir skjálftarnir í vesturjöklinum, þeir stærstu voru 2,3 stig, en nokkrir í NA-brún öskjunnar. Nokkrir skjálftar komu við Laufafell, stærstur 1,5 stig. Í Vatnajökli voru skjálftar í vestanverðum jöklinum frá Kistufelli suður að Þórðarhyrnu, auk nokkurra ísskjálfta í Skeiðarárjökli. Stærsti skjálftinn var við Hamarinn 2,8 stig, sá í Kistufelli var 2,0 stig en aðrir voru minni. Þá mældust nokkrir skjálftar um 25 km norðan við Öskju, sá stærsti var 2,2 stig.