| Veðurstofa Íslands
Eðlisfræðisvið |
Jarðskjálftar 20040614 - 20040620, vika 25
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 475 skjálftar. Stærsti skjálftinn mældist í Kverkfjöllum rétt eftir miðnætti 18.júní og var hann um 3.0 að stærð.
Flestir skjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi, í mynni Eyjafjarðar (u.þ.b. 300).
Suðurland
Dreifð virkni var á Suðurlandi og á Hengilssvæði, flest allt litlir skjálftar. Fjórir skjálftar mældust 13-14 km km ASA af Árnesi (Rangárvallasýslu) 20.júní, tveir smáir
en hinir að stærð 1,4 og 1,9.
Norðurland
Skjálftavirknin úti fyrir Norðurlandi tók mikinn kipp 17.júní og var hún viðvarandi út vikuna. Mest bar á hrinu úti fyrir mynni Eyjafjarðar og mældust þar rétt tæplega
300 skjálftar (297). Nokkuð stór hrina varð á svipuðum slóðum síðla árs 2001.
Hálendið
Stærsti skjálfti vikunnar mældist við Kverkfjöll (38,4 km NA af Grímsfjalli) skömmu eftir miðnætti aðf.nótt 18.júní. Skömmu síðar fylgdi skjálfti
1,2 að stærð á svipuðum slóðum og sá þriðji sólarhring síðar (1,1). Hér má
sjá virknina í Kverkfjöllum síðustu fjögur árin (ekki nýjustu skjálftana, þó)
Bláa stjarnan sýnir skjálfta af stærð rúmlega 3 sem varð þarna síðla árs 2001. Flestir skjálftar sem mælast á svæðinu eru annars á stærðarbilinu 1-2.
Fjórir skjálftar á stærðarbilinu 1,2-1,7 mældust nærri Hamrinum í vestanverðum Vatnajökli (14., 17., 18. og 20.júní), tveir í Skeiðarárjökli (19. og 20.júní) og
tveir skjálftar um 8 km SV af Grímsfjalli (15. og 17.júní).
Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 38 skjálftar og þar af náðu fimm stærðinni tveimur (sá stærsti 2,5).
Sigurlaug Hjaltadóttir