Veðurstofa Íslands
Eðlisfræðisvið

Jarðskjálftar 20040628 - 20040704, vika 27

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Eðlisfræðisvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 260 skjálftar og 4 sprengingar.

Suðurland

Aðfaranótt 28. júní urðu 4 skjálftar með upptök um 8 km vestur af Reykjanestá. Þeir voru á stærðarbilinu 1.0-1.8. Þann 4.7. kl. 16:59 var smáskjálfti á Reykjanestánni, M=0.7. Fáeinir eftirskjálftar urðu á Holta- og Hestvatnssprungunum seinni hluta vikunnar. Þann 1.7. kl. 01:05 varð skjálft í Holtunum að stærð 2.4.

Norðurland

Úti fyrir mynni Eyjafjarðar á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu voru allmargir skjálftar en verulega færri en vikuna á undan. Stærsti skjálftinn þar var 2.2 að stærð þann 1.7. kl. 13:41. Nokkur skjálftavirkni var einnig frá Grímsey og inn í Öxarfjörð. Þann 3.7. varð skjálfti að stærð 2.7 um 15 km NNA af Grímsey.
Við Kröflu og Mývatn mældust 4 smáskjálftar í vikunni.

Hálendið

Um 110 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli. Tæplega 70 skjálftar voru með upptök vestan við Goðabungu. Stærstu skjálftarnir þar voru um 2.5 stig.
Um 40 skjálftar áttu upptök undir Mýrdalsjökulsöskjunni. Þann 29.06. kl. 11:46 varð skjálfti um 3 stig í miðri öskjunni. Þann 02.07. kl. 03:56 varð skjálfti að stærð 3.9 með upptök við Austmannsbungu. Hann fannst í Langadal í Þórsmörk.
Fáeinir skjálftar áttu upptök undir Vatnajökli.
Þann 30.06. kl. 06:29 var skjálfti við Öskju, M=1.4.

Gunnar B. Guðmundsson