Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20040712 - 20040718, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni gekk yfir hrina í Fagradalsfjalli, sem hófst síðdegis þann 11. júlí og stóð alla vikuna. Skjálftarnir voru á N-S sprungum, byrjuðu vestast í fjallinu, en færðust smám saman austar þegar á leið. Einn skjálfti fannst í Hafnarfirði, kl 21:19 þann 13. júlí.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendi var nokkuð af smáskjálftum, en mest kvað að hrinunni í Fagradalsfjalli. Þar komu tveir skjálftar 2,7 stig að stærð (annars varð vart í Hafnarfirði), en aðrir voru 2,4 stig eða minni.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi var nokkur skjálftadreif, stærsti skjálftinn þar var 2,1 stig í mynni Eyjafjarðar.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli var megnið af skjálftunum í vesturjöklinum, en þar var stærsti skjálftinn 2,6 stig. Mældust þar 8 skjálftar 2,0 stig og stærri. Í vestanverðum Vatnajökli var nokkuð af skjálftum, stærstir voru tveir við Grímsfjall 2,0 stig, þá voru skjálftar í Herðubreið og SV við fjallið 1,3 og 1,7 stig.

Þórunn Skaftadóttir