Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20040719 - 20040725, vika 30

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 1400 skjálftar mældust þessa vikuna, þar af langflestir við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga.

Reykjanesskagi

Smáskjáftavirkni hófst aftur á Reykjanesskaga undir Fagradalsfjalli um 9 km austnorðaustan við Grindavík. Hrinan hófst á 5. tímanum að morgni miðvikudagsins 21. júlí og náði hámarki um kl. 15 og mældust þá um 50 skjálftar á klukkutíma. Virknin minnkaði síðan aftur fram til kl. 21, en jókst síðan aftur og náði nýju hámari milli 2 og 3 um nóttina með 90 skjálftum á klukkutíma. Síðan dró aftur úr virkninni og hún dó smám saman út á næstu 3 dögum.

Suðurland

Skjálftar á Suðurlandi eru allir smáir. Flestir skjálftar mældust við Hestfjall.

Norðurland

Stærstu skjálftarnir þessa vikuna mældust langt norður á Kolbeinseyjarhrygg, en þar mældust nokkrir skjálftar á stærðarbilinu 2,5 - 2,8. Einn skjálfti mældist rétt við Hrísey þ. 21.7. kl. 22:11 af stærð 2, annar í Fljótunum þ. 19.7. kl. 23:09 og sá þriðji við Kröflu þ. 23.7. kl. 20:57. Tveir síðastnefndu voru báðir undir 1 af stærð. Annars var virknin nokkuð dreifð um Tjörnesbrotabeltið.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli mældust 5 skjálftar stærri en 1,7 þar af 3 yfir 2. Virknin var mest við Goðabungu. Skjálfti af stærð 1,3 mældist við Herðubreiðartögl þ. 21.7. kl 5:10. Tveir skjálftar mældust norðan við Laufafell að Fjallabaki þ. 19.7. báðir smáir.

Steinunn S. Jakobsdóttir