Óróapúlsar sáust á mælinum á Grímsfjalli í vikunni, nánar tiltekið dagana 11.ágúst (milli 05:30 og 06:00), 12.ágúst (06:00-06:30) og laugardag 14.ágúst (11:15-11:40). Sjá myndir 1-3. Óróinn sást ekki á öðrum stöðvum. Fimm skjálftar voru staðsettir undir Vatnajökli í vikunni, tveir stærstu voru að stærð 1,6 og urðu 10.8 km ANA af Bárðarbungu og 6.3 km NNA af Grímsfjalli. Hina þrjá var erfitt að staðsetja (komu ekki inn í sjálfvirka kerfinu og vistaðir handvirkt) en þeir urðu sama dag og síðasti óróapúlsinn sást, á laugardag og voru staðsettir norðarlega í jöklinum.
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Skjálftarit og spectrogram af lóðrétta þætti mælisins á Grímsfjalli, sem sýnir útslag á tímabilinu 06:00 til 06:35, þann 12. ágúst. Óróahviðan sést vel og virðist orkan vera samfelld á tíðnböndum í kringum 1 rið og 2.2 rið. Nokkrir smáskjálftar eru einnig merkjanlegir, en þeir vara einungis í nokkrar sekúndur, og hafa orku yfir allt tíðnisviðið (0.5-10 Hz). Smáskjálftinn sem verður á undan óróahviðunni, kl. 06:01:36, virðist koma úr norðvestri (N38V) og vera í um 4 +/- 1.5 km fjarlægð frá mælinum. þ.e.a.s. í Grímsvötnum. Hann er hugsanlega í sömu upptökum og óróahviðan.
Mynd 5
Skjálftarit og spectrogram fyrir austur þátt mælisins á Grímsfjalli. Hér sést marka fyrir þrem tíðniböndum, við 1, 2 og 3 rið. Norður þáttur mælisins sýnir svipuð orkubönd í kringum 1 og 2 rið.
18. ágúst 2004
Kristín S. Vogfjörð, Sigurlaug Hjaltadóttir, Matthew J. Roberts
©Veðurstofu Íslands, eðlisfræðisviði