Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20040920 - 20040926, vika 39

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 239 jarðskjálftar auk nokkurra sprenginga. Stærsti skjálftinn 4,0 stig var á Reykjaneshrygg um 80 km frá landi, en þar kom stutt en snörp hrina að kvöldi 25. sept. sem stóð fram eftir nóttu.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu voru allir skjálftarnir smáir, sá stærsti var við Þjórsá suðvestan við Áshverfi í Holtum 1,7 stig, en hann og nokkrir fleiri komu þar í framhaldi af hrinu í síðustu viku. Á Reykjaneshrygg byrjaði vikan með smáum skjálftum nálægt landi, en virknin færðist fjær og endaði með snarpri hrinu u.þ.b. 80 km frá Reykjanesi á laugardagskvöld, og stóð hún fram eftir nóttu. Stærsti skjálftinn var 4,0 stig, sá næsti 3,1 en 6 skjálftar mældust stærri en 2,5 stig.

Norðurland

Allir skjálftar norðan lands voru smáir, sá stærsti var 2,0 stig skammt austur af Grímsey.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli voru flestir skjálftanir í vesturjöklinum, en þar mældust 14 skjálftar á stærðarbilinu 2,0-2,4 stig. Í Vatnajökli voru nokkrir skjálftar, sá stærsti í Kverkfjöllum 1,8 stig.

Þórunn Skaftadóttir