Grímsfjall - GPS færslur (Haustferð 2004)




Komið þið sæl. Í Haustferð á Grímsfjall í lok september var GPS mælt á
Saltaranum (GRIM). Meðfylgjandi mynd sýnir færslur frá júní til september 2004
miðað við að stöðin JOKU (Jökulheimar) sé föst. Svartar örvar með óvissuellipsum sýna
láréttar færslur, en rauðar örvar sýna lóðréttar færslur.


GRIM færðist um 10,7 mm í stefnu SA síðan í Vorferðinni 2004, sem er nokkru minni
færsluhraði (mm á ári) en t.d. á milli vorferða 2003 og 2004. GRIM færðist upp um 17 mm
milli Vorferðar 2004 og Haustferðar 2004, sem er nokkru meiri færsluhraði en
á milli vorferða 2003 og 2004 og má þar hugsanlega skella skuldinni á bráðnun
jökulsins yfir sumarið.


Bestu kveðjur,
Halldór Geirsson
Erik Sturkell
VÍ

GIF image