Virkni í Vatnajökli



Aukin virkni í Vatnajökli

Skjálftar halda áfram að mælast í Vatnajökli og eru nú orðnir 22 að tölu.
Þar af 18 í Grímsvötnum.  Stærð skjálftanna hefur vaxið nokkuð og hafa
nú mælst 6 skjálftar af stærð 2.
http://hraun.vedur.is/ja/viku/2004/vika_44/bab.gif

Þá eru einnig farnar að sjást óróahviður á Kálfafelli, á u.þ.b. klukkustundafresti í gærdag, en hættu svo undir kvöldið.
Nokkrar litlar hviður sáust svo aftur í morgun.
Hviðurnar vara í 10 til 40 mínútur. Sjá óróaplot frá Grímsfjalli
og Kálfafelli:
http://hraun.vedur.is/ja/viku/2004/vika_44/kaltrem2.gif


Orkan í þessum hviðum er mest á lóðrétta og norður þætti mælisins,
og er suðið nokkuð samfellt á tíðniböndunum 6-7 Hz og 3-5 Hz.
Sjá spectrogram frá hviðunni kl.12:00-12:25 í gær á lóðrétta þætti:
http://hraun.vedur.is/ja/viku/2004/vika_44/kalf_z_oroi.gif

Leiðnimælir Vatnamælinga var á þurru undanfarna daga, en snerti aftur vatn
um hádegi í dag og sýnir nú um 300 uS/cm en var áður í um 200uS/cm.
http://vmvefur.os.is/cgi-bin/Vatn/Vatn.exe?Station=v588&Scale=14&Last_date=2004-10-29

Það lítur því út fyrir að hlaup geti verið farið að grafa sér leið undir Skeiðarárjökul.

Kristín S. Vogfjörð
Eftirlitsmaður 44. viku á Eðlisfr.sviði Veðurstofu Íslands