Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20041129 - 20041205, vika 49

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 150 skjálftar auk nokkurra sprenginga. Stærsti skjálftinn var við Grímsey 3,3 stig og fannst hann í eynni.

Suðurland

Lítil virkni var á Suðurlandsundirlendinu og allir skjálftarnir smáir.

Norðurland

Nokkur virkni var á annesjum og úti fyrir Norðurlandi. Skjálftarnir voru mjög dreifðir og flestir litlir. Að kvöldi 30. nóv. hófst hrina við Grímsey, sem stóð fram eftir nóttu. Stærsti skjálftinn var 3,3 stig, en aðeins tveir skjálftar mældust 2,1 stig og aðrir voru enn minni.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli mældust 7 skjálftar stærri en 2 stig og var virknin mest í vesturjöklinum. Stærsti skjálftinn í Vatnajökli var í Bárðarbungu 1,9 stig að stærð, en skjálftar í Grímsvötnum og Skeiðarárjökli voru allir 1,2 stig eða minni.

Þórunn Skaftadóttir