Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20041213 - 20041219, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 177 atburðir, þar af 6 sprengingar (við Kárahnjúka og Akranes). Stærsti skjálfti vikunnar varð þann 17. desember, 2,9 að stærð, í mynni Skagafjarðar.

Suðurland

Róleg virkni frá Reykjanesi og austur úr.

Norðurland

Tveir atburðir mældust upp af Miðfirði í Húnavatnssýslu. Á mánudag hélt áfram hrina smáskjálfta frá fyrri viku, um 20 km NNA af Siglufirði. Stærsti skjálfti vikunnar var stakur skjálfti um 23 km NNA af Drangey í Skagafirði. Nokkrir smáskjálftar mældust norður af Grenivík, við Húsavík og á Gríseyjarbeltinu svokallaða.

Hálendið

Enn mælast smáskjálftar undir Hagafelli við Langjökul líkt og í síðustu viku. 45 atburðir voru staðsettir undir Mýrdalsjökli og eru þeir allir í vestanverðum jöklinum. Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni undir Mýrdalsjökli síðan í haust. 4 atburðir voru staðsettir innan Torfajökulsöskjunnar og auk þess sáust nokkrir smáir atburðir þar sem ekki var unnt að staðsetja nægilega vel. Einn skjálfti mældist við Eldgjá. Örfáir skjálftar mældust undir Vatnajökli og norðvestan í Herðubreiðartöglum.

Halldór Geirsson