Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20041227 - 20050102, vika 53

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

79 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni 27. desember 2004 til 2. janúar 2005.

Suðurland

Lítil jarðskjálftavirkni var á Suðurlandi.

Norðurland

Nokkur virkni var í Öxarfirðinum og norðaustan við Grímsey, en þar mældist stærsti skjálftinn 2,5 stig.

Hálendið

Lítil virkni mældist undir Mýrdalsjökli, aðeins 10 skjálftar voru staðsettir. Nokkur ísskjálftavirkni var í Skeiðarárjökli á miðvikudaginn, 29. desember. Einn skjálfti mældist á Lokahrygg, austan Hamarsins, 2,1 stig. Á Herðubreiðarsvæðinu mældust 6 skjálftar, 0,4 - 1,0 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir