Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050307 - 20050313, vika 10

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 176 skjálftar auk nokkurra sprenginga. Stærsti skjálftinn var í Öskju, 2,7 stig að stærð, og í Öræfajökli mældist skjálfti 2,6 stig. Þá mældist skjálfti 50 km ASA af Hornafirði, var hann 2,2 stig.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu komu nokkrir smáskjálftar á Holta- og Hestfjallssprungunum, og einnig á Hengilssvæðinu og út á Reykjanesskaga. Stærstur þeirra var 1,6 stig í Henglinum. Þá urðu þrír skjálftar miðja vegu milli Heimaeyjar og Surtseyjar, sá stærsti var 1,3 stig.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi mældust dreifðir smáskjálftar, þeir stærstu 1,9 stig, en á Kolbeinseyjarhrygg um 300 km norður af landi mældust nokkrir skjálftar.

Hálendið

Í Öskju mældist skjálfti 2,7 stig, og hrina smáskjálfta var við Herðubreið, í Öræfajökli kom skjálfti 2,6 stig. Í Skeiðarárjökli mældist allnokkuð af ísskjálftum fyrri hluta vikunnar, sem reyndist vera fyrirboði rennslis úr Grímsvötnum í Skeiðará. Í Mýrdalsjökli var stærsti skjálftinn 2,1 stig og á Torfajökulssvæðinu var nokkur virkni, allt smáir skjálftar.

Þórunn Skaftadóttir