Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050321 - 20050327, vika 12

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 188 skjálftar og 5 sprengingar.

Suðurland

Á Reykjanesskaga og Reykjaneshryggnum voru staðsettir 16 skjálftar. Á Hengilssvæðinu voru staðsettir 18 skjálftar, allir mjög smáir, en aðeins 3 þeirra voru af stærðinni 1-1,4. Austur eftir Suðurlandinu voru flestir skjálftarnir við Hestfjall og í Holtunum, en allir þessir skjálftar voru mjög smáir, en stærstur þeirra var aðeins upp á 1,1 stig.

Norðurland

Alls mældust 121 skjálfti úti fyrir Norðurlandi, þar af var helmingur þeirra úti fyrir mynni Eyjafjarðar. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 163 km Norður af Grímsey og var hann 3,5 á Richter.

Hálendið

1 lítill skjálfti var um 11 km NNV af Skjaldbreið, 2 litlir skjálftar voru tæpa 9 km noNorður af Geysi. 5 skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli, 3 þeirra voru við Goðabungu, en 2 í Kötluöskju. Í Bárðarbungu var 1 skjálfti af stærðinni 2,0. Við Öskju var einn skjálfti upp á 2 á Richter. Rétt vestan við Herðubreið voru svo 2 skjálftar, báðir minni en 2 á Richter.

Hjörleifur Sveinbjörnsson