Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050404 - 20050410, vika 14

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 155 skjálftar undir landinu og hafinu í kring þessa vikuna. Stærsti skjálftinn mældist út af Eldeyjarboða á Reykjarneshrygg, en þar mældust 3 skjálfta af stærð 3 - 3,8 um miðjan dag þ. 8. apríl. Við Kárahnjúka mældust 2 sprengingar og 3 í Reyðarfirði.

Suðurland

Á Suðurlandi var sem fyrr mest virkni á Hestfjalls- og Holtasprungunum. Undir Nesjavöllum mældust 3 smáskjálftar. Skjálfti af stærð 1,2 mældist suður af Ölfusárósi og beint vestur af Vestmannaeyjum. Þarna hafa mælst nokkrir skjálftar síðustu árin.

Norðurland

Smáhrina varð austan við Grímsey aðfararnótt sunnudags. Stærsti skjálftinn mældist af stærð um 2,6. Skjálfti af stærð 2 mældist nálægt Bjarnarflagi við Mývatn og annar skjálfti af svipaðri stærð nálægt Fljótunum (Sléttuhlíð) í Skagafirði).

Hálendið

Allt var á rólegu nótunum undir Mýrdalsjökli þessa vikuna, en þar mældust alls 7 skjálftar á stærðarbilinu 1,3 - 2,3. Undir Goðabungu mældust 4 og 3 við vesturbrún Kötluöskjunnar. Undir norðanverðri Bárðarbungu mældust 6 skjálftar og virðist skjálftavirkni síst hafa minnkað þar eftir Grímsvatnagosið. Hér má sjá þróun skjálftavirkninnar frá ársbyrjun 2004. Hafa ber þó í huga að um áramótin var bætt inn 3 nýjum jarðskjálftamælistöðvum við Kárahnjúka, sem auka næmnina á þessu svæði.

Steinunn S. Jakobsdóttir og Sigþrúður Ármannsdóttir