| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20050411 - 20050417, vika 15
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
120 jarðskjálftar mældust í vikunni 11. - 17. apríl og 7 sprengingar. Stærsti skjálftinn, 2,7 stig, var austan við Grímsey.
Suðurland
Á Reykjanesskaga voru 9 skjálftar staðsettir, þar af 6 við Krísuvík. Nokkur virkni var á Hengilssvæðinu, í Ölfusinu og svo á Hestvatns- og Holtasprungum. Suður af Ölfusárósi og vestan við Surtsey mældist skjálfti, 1,9 stig, en í vikunni á undan var skjálfti á svipuðum slóðum.
Norðurland
Á Tjörnesbrotabeltinu mældust um 40 skjálftar, sá stærsti 2,7 stig austan Grímseyjar. 15 skjálftanna áttu upptök austan við Flatey á Skjálfanda (stærsti 1,9 stig).
Hálendið
Undir Mýrdalsjökli mældust 6 skjálftar, 5 undir Goðabungu og 1 í öskjunni. Þeir voru á stærðarbilinu 0,9 - 2,2 stig. 2 skjálftar mældust á Tjorfajökulssvæðinu, 1,3 og 1,6 stig.
Undir Vatnajökli mældust 9 skjálftar, 4 á Bárðarbungusvæðinu (1,1 - 1,6 stig), 1 undir Lokahrygg (1,3 stig), 3 um 20 km suðaustan Grímsfjalls (0,7 - 1,2 stig) og 1 við Skaftafellsjökul (1,1 stig).
Við Herðubreið mældust tveir skjálftar, 0,7 og 1,2 stig.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir