Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050418 - 20050424, vika 16

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 290 atburðir, þar af 5 sprengingar á framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar. Hæst bar áframhaldandi jarðskjálftavirkni austur af Flatey á Skjálfanda og jarðskjálfta af stærðinni 3.2 skammt NA af Grindavík.

Suðurland og Reykajnes

Klukkan 17:40 sunnudaginn 24. apríl varð jarðskjálfti af stærðinni 3,2 um 5 km norðaustur af Grindavík og varð hans vart í Grindavík. Nokkrir smáskjálftar á svipuðum slóðum og lítið eitt austar fylgdu í kjölfarið. Einnig mældust nokkrir skjalftar undir Kleifarvatni í vikunni.
Nokkrir smáskjálftar mældust í Ölfusi, Hengli og á Suðurlandi.

Norðurland

Við Flatey var áframhaldandi smáskjálftavirkni um 5 km ASA af Flatey og voru staðsettir þar tæplega 80 skjálftar í vikunni, flestir mjög smáir. Grannt er fylgst með hvort virknin sé að færast til vegna nálægðar við Húsavíkur-Flateyjar misgengið.
Nokkrir skjálftar urðu norður af Gjögurtá og víða á Grímseyjarbrotabeltinu.

Hálendið

3 skjálftar, stærðir 0,1 til 1,7, mældust skammt norður af Eyjafjallajökli þann 19. apríl.
Undir Mýrdalsjökli mældust 7 atburðir, sá stærsti 2,1 að stærð en aðrir skjálftar voru undir 1 að stærð.
Í Skeiðarárjökli var viðvarandi ísskjálftavirkni alla vikuna samfara vatnavöxtum og voru þar staðsettir á fimmta tug atburða.
Í Kverkfjöllum mældust 3 skjálftar á stærðarbilinu 1,2 til 2,1.

Halldór Geirsson