Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050425 - 20050501, vika 17

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 307 skjálftar auk tveggja sprenginga. Mest kvað að hrinu við Geirfugladrang, en þar var stærsti skjálfti vikunnar, 2,9 stig að stærð.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu voru skjálftar dreifðir og smáir, og áfram vestur Reykjanesskaga. Við Hrómundartind kom einn skjálfti 2,1 stig. Við Geirfugladrang var nokkur virkni. Var hrinan snörpust aðfararnótt miðvikudagsins 28. apríl, en þá kom skjálfti 2,9 stig að stærð og tveir 2,8 stig, auk fjölda smærri skjálfta.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi voru stærstu skjálftarnir skammt austan við Grímsey, 2,3 og 2,2 stig. Í mynni Eyjafjarðar komu tveir skjálftar 2,1 stig og við Flatey var stærsti skjálfti 2,1 stig.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli var stærsti skjálftinn 2,3 stig í vestanverðum jöklinum, aðrir voru 1,5 eða minni. Í Vatnajökli mældust nokkrir smáskjálftar sá stærsti 1,7 stig í Bárðarbungu.

Þórunn Skaftadóttir