| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20050516 - 20050522, vika 20
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 178 skjálftar á og við landið, auk nokkurra sprenginga. Stærstu skjálftarnir voru í um 300 km fjarlægð frá landinu, suður á Reykjaneshrygg. Þeir voru allt að 3 að stærð.
Alls voru skráðir 70 skjálftar á Reykjaneshrygg á stærðarbilinu 1.5 - 3. Auk þeirra var einn skjálfti 1.6 að stærð við Geirfulgasker.
Tveir atburðir, um einn að stærð og hugsanlega sprengingar voru um 30 km norðaustan við Borgarnes.
Suðurland
Níu litlir skjálftar skráðust í Ölfusi, -0.4 - 0.6 að stærð, og átta skjálftar á Hengilssvæðinu á stærðarbilinu -0.8 - 1.3.
Tíu aðrir litlir skjálftar voru dreifðir um Suðurlandsundirlendið. Þeir voru á stærðarbilinu 0.1 - 1.1.
Þrír skjálftar, um 1 að stærð, voru austan við Grindavík og fimm skjálftar á Krísuvíkursvæðinu. Þeir voru á stærðarbilinu 0.2-0.5.
Norðurland
44 skjálftar voru á Norðurlandi, þrír í Öxarfirði, fimm norður af Mánáreyjum. Einn skjálfti varð við Grímsey, og níu aðrir skjálftar um 30 km austur af eynni. Sjö skjálftar voru í námunda við Flatey. Fimm norður af Gjögurtá og 15 skjálftar í mynni Eyjafjarðar. Þá voru skráðir tveir skjálftar um 10 km sunnan við Siglufjörð. Stærðardreifing allra þessara skjálfta var á bilinu -0.2 - 2.1.
Hálendið
Sjö skjálftar voru í Mýrdalsjökli, þrír í öskjunni og fjórir við Goðabungu. Stærðardreifing þeirra var á bilinu 0.9 - 2.1. Fjórir skjálftar, 0.7-1.0 að stærð, mældust á Torfajökulssvæðinu. Einn skjálfti, 0.5 að stærð mældist um 10 km norðvestur af Tindfjöllum.
Einn, 1.6 skjálfti var við Bárðarbungu. Fimm skjálftar á stærðarbilinu 0.5-1.5 mældust við Herðubreiðartögl. Auk þeirra voru þrír atburðir, líklega sprengingar, á Kárahnjúkasvæðinu.
Einn skjálfti, 0.4 að stærð mældist við Þeistareyki.
Kristín S. Vogfjörð og Sigurlaug Hjaltadóttir