| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20050523 - 20050529, vika 21

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Vikan var frekar róleg, en 159 skjálftar voru staðsettir auk nokkurra sprenginga. Hrinan sem hófst þann 10. maí um 200 km SV af landinu heldur áfram, en í vikunni voru staðsettir 28 skjálftar á því svæði og sá stærsti var upp á 3,2 stig.
Suðurland
Nokkuð venjubundin virkni á svæðinu, en rúmlega 40 skjálftar voru staðsettir á svæðinu.
Norðurland
Nokkuð róleg virkni, en rúmlega 40 skjálftar voru staðsettir á svæðinu.
Hálendið
Í Vatnajökli voru staðsettir 7 skjálftar. Þann 23. og 24. maí voru staðsettir 13 smáskjálftar um 3 km SV af Herðubreið, en stærstur þeirra var aðeins upp á 1,0 stig. 4 skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli.
Hjörleifur Sveinbjörnsson