Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050530 - 20050605, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni 30. maí til 5. júní voru staðsettir 218 jarðskjálftar og 8 sprengingar. Stærstu skjálftarnir voru suður á Reykjaneshrygg, en þar mældust um 40 skjálftar þessa vikuna.

Suðurland

Nokkur virkni var við Reykjanestá - 9 skjálftar mældust. Nokkrir skjálftar mældust á Reykjanesskaga. 30 smáskjálftar mældust á Hengilssvæðinu. Smávirkni var á Hestvatns- og Holtasprungum.

Norðurland

Yfir 70 jarðskjálftar mældust á Norðurlandi og norðan við landið. Nokkur virkni var við Flatey á Skjálfanda (21 skjálfti), norður af Tröllaskaga (17), við Grímsey (17) og í Öxarfirðinum (9).

Hálendið

12 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, 3 í öskjunni og 9 við Goðabungu. Stærðir þeirra voru á bilinu 0,6 - 2,3.
Á Torfajökjulssvæðinu mældust tveir skjálftar og einn við Heklu.
Í Vatnajökli mældust 9 skjálftar á stærðarbilinu 0,8 - 1,9.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir