Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050606 - 20050612, vika 23

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 214 skjálftar, og auk þess nokkrar sprengingar. Virknin var mjög dreifð og enginn staður áberandi öðrum fremur. Nokkrir skjálftar mældust langt suður á Reykjaneshrygg, þar sem nokkur virkni hefur verið síðustu vikur.

Suðurland

Á Suðurlandi voru skjálftarnir smáir og dreifðir víða, allt frá Rangárvöllum til Fagradalsfjalls.

Norðurland

Norðan við land var nokkur virkni, stærsti skjálftinn var 2,7 stig, um 36 km vestur af Grímsey. Smáhrina varð miðja vegu á milli Grímseyjar og Flateyjar, þar sem stærsti skjálftinn var 2,5 stig. Stærsti skjálftinn úti fyrir mynni Eyjafjarðar var 2,4 stig að stærð.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli mældust 12 skjálftar, voru þeir allir í vestanverðum jöklinum nema einn lítill (0,3 stig) í SA-jöklinum. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu 0,6 - 1,1 stig, utan einn sem var 2,0. Þá mældist einn skjálfti í Eyjafjallajökli 1,0 stig að stærð. 6 skjálftar á stærðarbilinu 0,9 - 2,1 stig mældust í Vatnajökli, sá stærsti var við Bárðarbungu. Í nágrenni Öskju komu nokkrir skjálftar, sá stærsti 1,6 stig um 10 km austan Öskju og um 20 km NV við hana komu tveir skjálftar 1,5 og 1,4 stig.

Þórunn Skaftadóttir