Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050627 - 20050703, vika 26

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 289 skjálftar, 8 sprengingar og 4 mjög líklegar sprengingar.

Suðurland

Dagana 29.-30. júní mældust 3 skjálftar um 5-6 km norðaustur af Eldey á Reykjaneshrygg. Þeirra stærstur varð þann 29.06. kl. 13:51, M=2.3. Einnig mældist 1 skjálfti á Reykjanesi og 3 skjálftar við Svartsengi. Fáeinir skjálftar áttu upptök við Kleifarvatn, á Hengilssvæðinu og á Suðurlandsundirlendi.

Norðurland

Um 40 skjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi. Upptök þeirra voru á Húsavíkur- Flateyjarmisgenginu, fyrir mynni Eyjafjarðar og á Skjálfanda. Einnig á Grímseyjarbeltinu, frá Grímsey og inn í Öxarfjörð. Stærsti skjálftinn varð þann 03.07. kl. 04:16, M=2.8, um 40 km norðnorðvestur af Grímsey.

Hálendið

Undir Mýrdalsjökli mældust 22 skjálftar. Flestir skjálftanna voru með upptök undir vestanverðri Goðabungu. Stærsti skjálftinn þar varð þann 2. júní kl. 03:54, M=2.3. Þrír skjálftar þar voru stærri en 1.7 að stærð. Um 5-6 skjálftar mældust með upptök innan Kötluöskjunnar, norðvestan og suðaustan megin öskjunnar. Þeir voru allir minni en 1.1 að stærð.

Á Torfajökulssvæðinu mældust 2 skjálftar þann 1. og 2. júní. Þeir voru báðir um 1.1 að stærð.

Undir Vatnajökli mældust mældust 14 skjálftar. Við Hamarinn voru 6 skjálftar á stærðarbilinu 1.2-1.8. Við Bárðarbungu voru 5 skjálftar. Sá stærsti þar varð þann 30.06. kl. 05:29, M=1.8. Einnig mældust skjálftar norðarlega í Skeiðarárjökli, við Kverkfjöll og við Grímsvötn.

Í Dyngjufjöllum mældist einn skjálfti við Öskju þann 29.06. kl. 00:44, M=1.3. Síðan mældust 4 skjálftar um 2.5 km sunnan við Herðubreiði eða um 6 km suðvestan við Herðubreiðarlindir, dagana 29.-30. júní. Þeir voru allir um 1 að stærð.
Þann 1. júlí voru 3 skjálftar með upptök um 5 km suðvestan við Herðubreið. Þeir voru allir um 1 að stærð. Dagana 2. og 3. júlí áttu þar upptök um 163 skjálftar. Öflugust varð þessi hrina suðvestan við Herðubreið þann 2. júlí frá kl. 10-19 og þá mældist stærsti skjálftinn kl. 17:29, M=2.6. Fjöldastaðsetningaraðferð sýnir að upptök skjálftanna eru á rúmlega 1 km langri sprungu með strik 41 gráðu frá norðri og sem hallar lítið eitt til suðausturs. Flestir skjálftanna eru á um 4.-4.5 km dýpi.
Jarðskjálftavirkni á svæðinu árið 2004 og fyrri hluta árs 2005.

Þann 28. og 29. júní voru skjálftar norðan við Mývatn og við Þeystareykjabungu. Þeir voru um 0.5 að stærð.

Gunnar B. Guðmundsson