| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20050711 - 20050717, vika 28

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust 200 atburðir, þar af 12 sprengingar.
Reykjanes
Á þriðjudaginn 12. júlí varð smáhrina ANA við Grindavík, sem stóð aðallega frá hálffjögur til sjö um morguninn. Á því bili mældust 35 skjálftar, sá stærsti 2,3. Nokkrir skjálftar mældust seinna um daginn og 11 næsta dag. Á sunnudag 15. júlí mældust svo 8 skjálftar á sama svæði.
Nokkrir skjálftar mældust undir Kleifarvatni, allir um 1 að stærð.
Suðurland
Um 50 skjálftar mældust hér og þar á Suðurlandi. Þrír skjálftar mældust á tíu mínútum norðvestan við Heimaey á föstudag 15. júlí, 0,7 - 0,8 stig.
Norðurland
Virkni var nokkuð dreifð úti fyrir Norðurland, en 16 skjálftar mældust þó um 40 km NNV af Grímsey. Einnig var nokkur virkni um 250 km norður af Grímsey, en þar mældust 4 skjálftar, sá stærsti 3,0 stig.
Mýrdalsjökull
9 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, 7 við Goðabungu (á stærðarbilinu 0,8 - 2,1) og tveir í Kötluöskju (stærðir 1,3).
Hálendið
Undir Vatnajökli mældust 5 skjálftar, tveir austan við Hamarinn (0,6 og 1,2 stig), tveir við Bárðarbungu (1,3 og 1,6 stig) og einn við Esjufjöll (1,1 stig).
Við Herðubreið mældust 7 skjálftar á stærðarbilinu 0,8 - 1,1.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir