Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20051017 - 20051023, vika 42

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 185 skjálftar og 7 sprengingar eða líklegar sprengingar.

Suðurland

Við Reykjanes mældust 2 skjálftar dagana 17. og 18. október. Sá stærri var 1.5 að stærð en hinn um 0.9 að stærð. Aðfaranótt 19. október var smá skjálftahrina með upptök í Móhálsadal milli Sveifluhálsana á Reykjanesi. Stærsti skjálftinn í þessari smáhrinu var kl. 00:02 þann 19.10., M=1.9.
Á Hengilssvæðinu mældust 18 skjálftar. Flestir þann 23.10. með upptök við Ölkelduháls. Allir skjálftarnir á Hengilssvæðinu voru minni en 1 að stærð.
Á suðutlandi voru fáeinir skjálftar með upptök við Hestvatnssprunguna. Einnig nokkrir austar á svæðinu. Þeir voru einnig allir minni en 1 að stærð.

Norðurland

Á Tjörnesbrotabeltinu úti fyrir Norðurlandi mældust 73 skjálftar. Upptök þeirra var austur af Grísmey og inn í Öxarfirði. Einnig fyrir mynni Eyjafjarðar á svonefndu Húsavíkur-Flateyjarmisgengi. Stærsti skjálftinn á svæðinu átti upptök um 15 km austur af Grímsey þann 17.10. kl. 10:33, M=3.1. Næststærsti skjálftinn var um 2.7 að stærð með upptök um 21 km norðnorðaustur af Siglufirði þann 19.10. kl. 08:08.

Jarðskjálftar voru á Kolbeinseyjarhrygg og við Jan-Mayen 19. og 21. október. Við SPAR brotabeltið á Kolbeinseyjarhrygg voru skjálftar þann 19.10. kl.06:28, M=3 og kl. 15:39, M=3.1. Einnig voru 2 skjálftar norðarlega á hryggnum þann 21.10. kl. 19:02, M=3.3 og kl. 19:05, M=3.4. Við Jan-Mayen mældust 2 skjálftar þann 19.10. kl. 09:01, M=4.3 og kl. 12:32, M=4.4.

Hálendið

Undir Mýrdalsjökli mældust 34 jarðskjálftar. Þar af voru 29 skjálftar undir vesturhluta hans, Goðabungu. Stærstu skjálftarnir þar voru um 2.2 að stærð en 3 skjálftar voru stærri en 1.7. Undir Kötluöskjunni mældust 5 skjálftar,3 við Austmannsbungu og 2 norður af Háubungu.

Undir Vatnajökli mældust 10 jarðskjálftar. Við Kistufell voru 5 skjálftar. þeir stærstu um 2.1 að stærð. Við Bárðarbungu voru 3 skjálftar á stærðarbilinu 1 til 1.4. Við Grímsvötn voru 2 skjálftar. Annar norðan við Grímsvötn, M=1.4 en hinn vestur af Grísmvötnum, M=0.4.

Einn skjálfti mældist við Herðubreið þann 23.10., M=0.5 og einn við Öskju daginn áður, M=1.

Þann 18.10. mældust 2 skjálftar norðan við Hveravelli. Þeir voru um 1.3-1.4 að stærð.

Gunnar B. Guðmundsson