Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20051121 - 20051127, vika 47

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Það voru 130 jarðskjálftar staðsettir í viku 47. Um 32% þeirra urðu á norðurlandi. Skjáftarnir sem mældust voru frá -0,7 til 3,0 á Richterkvarða. Sá stærsti varð kl. 08:59, þann 23. nóvember á Kolbeinseyjarhrygg, um 148 km norður af Grímsey . Að auki mældust 14 sprengingar eða líklegar sprengingar, við hin ýmsu vinnusvæði um allt land. Til að sjá línurit af jarðskjálftavirkninni í viku 47, smellið hér.

Suðurland

Það mældust 14 jarðskjálftar á suðurlandi og sá stærsti mældist 0,7 á Richterkvarða. Á Reykjanesskaga urðu 20 skjálftar. Sá stærsti mældist 2,5 á Richter. Á Reykjanesshryggnum urðu 3 skjálftar. Sá stærsti mældist 2,5 á Richterkvarða. Á Hengilsvæðinu urðu 8 jarðskjálftar á bilinu -0,3 til 1,8 á Richterkvarða.

Norðurland

Á norðurlandi urðu 35 jarðskjálftar og sá stærsti mældist 3,0 á Richter.

Hálendið

Í viku 47 urðu 7 jarðskjálftar undir Vatnajökli sem mældust á bilinu 1,1 til 1,6 á Richterkvarða. Undir Mýrdalsjökli urðu 10 jarðskjálftar, á bilinu 0,3 til 1,9 á Richterkvarða. Flestir skjálftarnir urðu við Goðabungu, rétt vestur af öskju Kötlu.

Matthew J. Roberts