| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20051212 - 20051218, vika 50
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 182 skjálftar, 6 sprengingar og 10 líklegar sprengingar.
Suðurland
Þann 15.12. voru 3 skjálftar og einn þann 18.12. með upptök um 5 km suðvestur
af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Þeir voru allir um 2.2 að stærð.
Sama dag þann 15.12. var einn skjálfti með upptök um 27 km suðvestur af
Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg og annar með upptök um 152 km suðvestur frá honum
að stærð 2.8.
Á Reykjanesskagnum voru 4 skjálftar dagana 14.-15. desember. Stærstur þeirra var við
Krýsuvík, M=2.0.
Fáeinir skjálftar voru með upptök á Hengilssvæðinu og á Suðurlandsundirlendinu.
Norðurland
Um 39 jarðskjálftar voru með upptök um 11-12 km norður af Grímsey dagana 13. til 18. desember,
aðallega þó 13.-14. desember. Stærsti skjálftinn þar var þann 14.12, kl. 02:25 að stærð 3.
Fjórir skjálftar mældust með upptök um 15 km austur af Grímsey. Sá stærsti var 1.5 að stærð.
Þrír skjálftar voru um 38 km vestur af Grímsey á stærðarbilinu 1.6-1.8.
Smáskjálftahrina með um 14 skjálftum var með upptök milli Flateyjar og Húsavíkur,
flestir þann 17.12. Stærsti skjálftinn í hrinunni var 1.8 að stærð þann 17.12. kl. 11:28.
Fáeinir skjálftar voru með upptök inn í Öxarfirði. Einnig voru stakir skjálftar með upptök
við Dalvík, Grenivík og í Fljótum.
Hálendið
Undir Vatnajökli mældust skjálftar við Hamarinn, í og við Grímsvötn, í Kverkfjöllum, við Bárðarbungu
og við Kistfell norðan við Dyngjujökul.
Í byrjun vikunnar, dagana 12.-14. desember mældust 10 skjálftar með upptök undir Öræfajökli.
Stærsti skjálftinn í hrinunni varð þann 14.12. kl. 04:15, 2.2 að stærð. Upptök skjálftanna voru á dýptarbilinu
2-14 km og brotlausnir þeirra voru af ýmsum gerðum.
Undir Skeiðarárjökli mældust allmargir ísskjálftar. Flestir voru þann 18.12. en þá mældust 18 ísskjálftar
undir vestanverðum Skeiðarárjökli. Líklega hefur þá vatn runnið úr Grænalóni.
Undir Mýrdalsjökli mældust 7 skjálftar. Fjórir skjálftar voru með upptök undir vestanverðum jöklinum
og stærstur þeirra varð þann 16.12. kl. 06:28, 2.3 að stærð.
Tveir skjálftar voru undir Austmannsbungu.
Fjórir skjálftar voru með upptök á Torfajökulssvæðinu.
Þann 16.12. voru 3 grunnir skjálftar með upptök í norðaustanverðum Hofsjökli.
Stærstur þeirra varð þann 16.12. kl. 07:35, M=2.1. Hugsanlegt er að þeir hafi orðið vegna ísskriðs
eða skruðninga.
Fjórir smáskjálftar mældust við Herðubreið.
Einn skjálfti mældist við Mývatn og einn skjálfti mældist undir
Auðkúluheiði við Blöndu þann 16.12., kl. 17:44, M=1.6.
Gunnar B. Guðmundsson