| Veðurstofa Íslands
Eðlisfræðisvið |
Jarðskjálftar 20060213 - 20060219, vika 07

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust 111 jarðskjálftar og 7 sprengingar. Stærsti skjálftinn varð á miðvikudaginn, 15/2, undir Esjufjöllum í Vatnajökli og mældist 3,1 stig.
Suðurland
70 skjálftar mældust á Suðurlandi, flestir (38) vestan Krísuvíkur, aðallega sunnarlega í Trölladyngju. Þeir voru allir smáir (sá stærsti 1,3). Önnur virkni var dreifð.
Norðurland
13 skjálftar bættust við hrinuna sem varð tæpum 40 km norður af Grímsey helgina 11. - 12. febrúar. Flestir voru > 2 að stærð, sá stærsti 2,8. Annars var lítil og dreifð virkni norðan við landið.
Hálendið
7 skjálftar mældust undir Vatnajökli. Stærsti skjálfti vikunnar varð undir Esjufjöllum og mældist 3,1 stig. Tveir í viðbót mældust á því svæði. 4 skjálftar mældust í norðurjöklinum, einn við Bárðarbungu og þrír við Kistufell, sá stærsti 2,6 stig.
Aðeins tveir skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, í vesturjöklinum.
Einn skjálfti varð við Geitlandsjökul.
3 skjálftar mældust við Herðubreiðartögl og einn við Kollóttadyngju.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir