Í vikunni var staðsettur 171 skjálftar á og við landið. Stærstu skjáfltarnir voru 3.0 að stærð og urðu í Kverkfjöllum 21. júní, og
út af Reykjanestá 22. júní.
Suðurland
Á Suðurlandsundirlendi og Hengilssæði mældist dreifð smáskjálftavirkni.
Reykjanesskagi
Í síðustu viku varð hrina undir Kleifarvatni. Nokkrir skjálftar urðu á sömu slóðum 19. 20. og 24. júní.
Annars mældust 3 skjálftar rétt norður af Grindavík.
Norðurland
Skjálftar mældust víða úti fyrir Norðurlandi, mest bar þó á virkni 21. júní um 40 km NNV af mynni Eyjafjarðar, en þar mældust 24 skjálftar.
Hálendið
Sjö skjálftar urðu undir Vatnajökli í vikunni, sá stærsti varð í Kverkfjöllumí Kverkfjöllum aðfararnótt 21. júní og var að stærð 3.0. Þá mældust 2 skjálftar á Torfajökulssvæðinu og fjórir nærri Langjökli; tveir við Þjófakróka, vestan jökulsins, einn við Skálpanes og einn norðan jökulsins.
Mýrdalsjökull
Níu skjálftar voru staðsettir undir vestanverðum jöklinum, fjórir litlir í öskjunni og einn undir Höfðabrekkujökli. Þar að auki mældist einn skjálfti vestast
undir Eyjafjallajökli; tveir við Þjófakróka, vestan jökulsins, einn við Skálpanes og einn norðan jökulsins.