| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20060724 - 20060730, vika 30
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru mældir 154 skjálftar. Vikan fór rólega af stað, en aðfaranótt Sunnudagsins 30. júlí hófst
hrina smáskjálfta rétt norður af Flateyjarskaga
Suðurland og Reykjanesskagi
Staðsettir voru 55 skjálftar og voru þeir allir litlir.
Norðurland
Alls voru staðsettir 84 skjálftar á Norðurlandi eða norður af landinu, en þar af voru 69 skjálftar í hrinunni
norður af landinu (myndin hér til hægri sýnir aðeins skjálftana í hrinunni, gráir þríhyrningar eru skjálftastöðvar)
Hálendið
Einn skjálfti var í Langjökli. 3 í Bárðabungu og einn rétt vestan við Vatnjökul.
3 skjálftar voru í Öskju, einn syðst í Herðubreiðartögglum og 3 rétt SV við Herðubreið.
Mýrdalsjökull
Í Mýrdalsjökli voru aðeins staðsettir 3 skjálftar.
Hjörleifur Sveinbjörnsson