Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
Á kortinu hér að neðan má sjá þá skjálfta sem staðsettir voru sunnan Kistufells, NA Bárðarbungu
24. september -2. október 2006. Skjálftar sem voru að stærð ML>3 eru táknaðir með stjörnum.
Þegar skjálftarnir voru endurstaðsettir þéttist skjálftadreifin nokkuð og myndaði að því er virðist
tvær ílangar, skástígar þyrpingar sem teygja sig til NA-SV. Nýju staðsetningarnar sýna miklu minna dýpi en þær
upphaflegu. Taka ber þessu með fyrirvara, þar eð hraðalíkanið sem notað var hentar fyrir Suðurland, en mun síður
fyrir þetta svæði, þar sem skorpan er mun þykkari. Þetta þyrfti því að skoða betur. Ég sýni þó kortið hér með
nýju staðsetningunum til samanburðar:
Myndin að neðan sýnir stærðardreifingu skjálfta eftir tíma, svo og uppsafnaðan fjölda.
Glöggt má sjá að verulega hefur dregið úr virkninnni, en þó mælast skálftar þar enn, 3. október. Athugið stöðvarnar rétt norðan
Vatnajökuls duttu út að morgni sunnudagsins 1. október sökum rafmagnsleysis; þær komust aftur í gagnið rúmlega níu sama kvöld. Þetta
gæti verið ástæðan fyrir því að enginn skjálfti mældist á svæðinu á þessu tímabili en stöðvarnar hafa verulega aukið næmni stöðvanetsins
á þessum slóðum.
Sigurlaug Hjaltadóttir
Síðast uppfært 3. október 2006.