Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20061023 - 20061029, vika 43

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældist 191 skjálfti og nokkrar sprengingar. Stærsti skjálftinn 2,4 stig var við Kistufell.

Suðurland

Nokkuð var um skjálfta á Hengilssvæðinu, Ölfusinu og Suðurlandsundirlendinu, einkum á Hestvatnssprungunni. Allir eru þessir skjálftar smáir.

Reykjanesskagi

Nokkrir skjálftar voru á víð og dreif um skagann austanverðan, stærsti skjálftinn þar var 1,7 stig. Við Geirfugladrang mældust nokkrir skjálftar, sá stærsti 2,2 stig að stærð.

Norðurland

Virknin dreifðist víða um Tjörnesbrotabeltið. Nokkuð var hún þó þétt skammt frá Grímsey í byrjun vikunnar, í framhaldi af hrinu í fyrri viku. Þar voru stærstu skjálftarnir 2,3 og 2,2 stig.

Hálendið

Í Vatnajökli var mest virkni við Bárðarbungu og Kistufell, þar sem stærsti skjálftinn var 2,4 stig. Sunnan í Öræfajökli mældist skjálfti 0,7 stig. Við Herðubreið og Öskju var svolítil virkni, stærsti skjálftinn þar var 2,1 stig í Herðubreiðartöglum. Þá mældist einn skjálfti í Hofsjökli, 1,5 stig að stærð og annar við Kaldaklofsfjöll 0,9 stig.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli voru flestir skjálftarnir í vesturjöklinum, þar var stærsti skjálftinn 2,3 stig. Nokkrir smáskjálftar (1,0 - 1,7 stig) mældust við Hafursey.

Þórunn Skaftadóttir