Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20061127 - 20061203, vika 48

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 112 skjálftar, 5 sprengingar og 3 líklegar sprengingar.

Suðurland

Allir skjálftar sem mældust voru mjög litlir.

Reykjanesskagi

Örfáir litlir skjálftar urðu við Krísuvík og Reykjanestá.

Reykjaneshryggur

Í vikunni urðu 7 skjálftar á Reyjhaneshrygg um 40 km af landi, allir undir 3.

Norðurland

Aðeins einn skjálfti mældist í Kaldbak, en reitingur austan við Grímsey og í Öxarfirði. Stærstu skjálftarnir voru örlítið yfir 2 af stærð.

Hálendið

Einn skjálfti varð í Hofsjökli og skjálfti við sitthvorn enda Langjökuls. Nokkrir skjálftar á víð og dreif um Vatnajökul og nokkrir skjálftar við Herðubreið og Öskju eins og verið hefur.

Mýrdalsjökull

Nokkrir skjálftar urðu í Mýrdalsjökli, sá stærsti 2.2 af stærð.

Helgi Gunnarsson