Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070108 - 20070114, vika 02

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 144 skjálftar auk nokkurra sprenginga. Stærstu skjálftarnir voru við Kistufell 3,4 og tveir skjálftar um 30 km norður af Siglufirði 3,3 stig.

Suðurland

Á Suðurlandi mældust smáskjálftar á víð og dreif, sá stærsti var 1,7 stig við Árnes. Einnig mældist skjálfti skammt vestan við Heimaey, 1,4 stig að stærð.

Reykjanesskagi

Nokkrir litlir skjálftar urðu frá Kleifarvatni vestur á Reykjanes.

Norðurland

Síðdegis þann 11. janúar hófst hrina um 30 km fyrir norðan Siglufjörð. Fyrsta klukkutímann mældust 25 skjálftar, en síðan dró verulega úr. Tveir skjálftar voru 3,3 og einn 3,0 stig að stærð. Nokkrir skjálftar mældust norður af Tjörnesi, sá stærsti 2,3 stig og í Öxarfirði var sá stærsti einnig 2,3 stig.

Hálendið

Austan við Kistufell í norðanverðum Vatnajökli varð skjálfti 3,4 stig að kvöldi 12. janúar. Nokkrir skjálftar til viðbótar mældust þar, en þeir voru allir minni en 2 stig. Við Herðubreið og Öskju urðu nokkrir skjálftar, allir smáir.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli voru allir skjálftarnir í vesturjöklinum. Tveir þeir stærstu voru 2,3 stig að stærð.

Suðausturland

Á Mýrunum við vestanverðan Hornafjörð mældust nokkrir atburðir 1,4 - 1,6 stig að stærð. Ekki er vitað um sprengingar á svæðinu.

Þórunn Skaftadóttir