Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070115 - 20070121, vika 03

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Skjálftavirknin í vikunni var með rólegra mótinu, en 85 skjálftar voru mældir. Virkni eftir dögum má lesa um hér að neðan.

Mánudagurinn 15. janúar
4 skjálftar mældust og voru þeir allir mjög litlir, en sá stærsti þeirra var 1,8 að stærð og mældist hann 4,8 km NV af Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg.
Þriðjudagurinn 16. janúar
Aðeins 3 skjálftar mældust og voru þeir allir minni en 1 á Richter.
Miðvikudagurinn 17. janúar
15 skjálftar mældust. Þar af voru aðeins 3 skjálftar stærri en 2, en þeir voru eftirfarandi:
2007-01-17 13:30:43.9 2,6 að stærð 7.4 km SV af Landmannalaugum
2007-01-17 16:50:02.1 2,0 að stærð 2.4 km VSV af Herðubreiðarlindum
2007-01-17 17:07:16.2 2,7 að stærð 35.6 km NNV af Grímsey
Fimmtudagurinn 18. janúar
14 skjálftar mældust. Stærstur þeirra var 2,6 að stærð og mældist hann 20,5 km NNA af Siglufirði.
Föstudagurinn 19. janúar
10 skjálftar mældust. Stærsti skjálftinn var tæpa 15 km ASA af Grímsey og var hann 2,0 að stærð.
Laugardagurinn 20. janúar
22 skjálftar voru mældir. Þar af urðu 12 skjálftar í Krísuvík og í sunnanverðu Kleifarvatni milli kl 11:25 og 14:08. Stærsti skjálftinn í þessari smáskjálftahrinu var af stærðinni 1,2, en hinir voru á bilinu 0-1.
Sunnudagurinn 21. janúar.
21 skjálfti var mældur og voru þeir mjög smáir, en sá stærsti var 1,4 að stærð.

Skjálftalisti eftir kennileitum er hér

Hjörleifur Sveinbjörnsson