| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20070129 - 20070204, vika 05
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 230 skjálftar voru staðsettir í vikunni og fáeinar sprengingar. Enn mældust nokkrir skjálftar við Fagradalsfjall
og nærri Hveravöllum, en hrinur stóðu yfir þar í síðustu viku. Þá hófst skjálftahrina við Herðubreið á mánudag og stendur
hún enn yfir.
Suðurland
Reykjanesskagi
Enn bættust við skjálftar í Fagradalsfjalli, en hrina hófst þar í síðustu viku (04).
Norðurland
Lítil virkni var úti fyrir Norðurlandi. Á laugardagskvöld varð skjálfti 5,5 km NV af Dalvík sem fannst í bænum.
Hann var af stærð ML=2,4 og var á rétt ríflega 2 km dýpi. Aðeins einn skjálfti fylgdi um 20 mín. seinna, 1,1 að stærð en
sama morgun höfðu orðið tveir skjálftar á sama stað. Þeir voru 1,4 og 0,7 að stærð (ML).
Hálendið
Á mánudag jókst virkni við Herðubreið og allmargir skjálftar mældust þar út vikuna. Langflestir urðu þeir á nær
lóðréttri NA-SV (strikstefna N44°A, halli 89°) sprungu sem nær upp að rótum Herðubreiðar í suðvestri. Einhverjir skjálftar hafa þó
líka orðið á annarri styttri sprungu með nær sömu stefnu (strikstefna N41°A, halli 87°), rétt norðan þeirrar stærri.
Mýrdalsjökull
Í allt voru tólf skjálftar staðsettir í Mýrdalsjökli. Þar af urðu sjö undir vestasta hluta jökulsins en fjórir undir honum
suðaustanverðum. Vart var við fleiri smáskjálfta á stöðvum austan jökulsins (hvo, snb) en þeir voru það litlir að ekki var hægt að staðsetja þá.
Sigurlaug Hjaltadóttir og Þórunn Skaftadóttir