![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
Í viku 04, skömmu fyrir miðnætti þriðjudagsins 23. janúar, hófst hrina smáskjálfta
sunnarlega í Fagradalsfjalli. Hrinan stóð fram í viku 05. Í allt urðu þarna um 220 skjálftar. Myndin að neðan sýnir
endurstaðsetta skjálftadreifina í hvítu samanborði við virkni á kortlögðum sprungum frá 1997-2005 (sjá frekar greinargerð
nr. 06001). Við endurstaðsetninguna var notast við SIL-hraðalíkanið:
Þar sem nýjar sprungur komu ekki skýrt fram var ákveðið að prófa að endurstaðsetja með sérstöku Reykjanes-hraðalíkani (P1).
Niðurstöðurnar sjást á myndinni hér að neðan (aftur í hvítu):
Með þessu líkani þéttist virknin mun meira og grynnist talsvert. Nokkuð greinileg N-S lína kemur í ljós syðst í fjallinu á um 2,5-4 km dýpi.
Þegar betur er að gáð virðast sprungurnar vera tvær, eins og sjá má á næstu mynd:
Myndin sýnir endurstaðsetta skjálftadreifina bæði ofan frá (vinstra megin á mynd) og þversnið, horft úr suðri.
Eystri sprungan hefur strikstefnu N1°A og halla 84°. Sú vestari hefur strikstefnu N5°A og halla 86°. Dreifingu
skjálfta á sprungunum má sjá á næstu tveimur myndum. Sú efri sýnir eystri sprunguna en sú neðri vestari. Hver skjálfti
er sýndur sem skífa og stærð hennar og lega er í samræmi við stærð skjálftans (radíus brotflatar) og bestu brotlausn (þ.e þá brotlausn sem best fellur að sprungufletinum).
Sigurlaug Hjaltadóttir
Síðast uppfært 16. febrúar 2007.