Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070205 - 20070211, vika 06

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 273 jarðskjálftar. Jarðskjálftahrinan við Herðubreið hélt áfram og náði hámarki fimmtudaginn 8. febrúar.

Suðurland

Lítil jarðskjálftavirkni mældist á Suðurlandi.

Reykjanesskagi

Nokkrir skjálftar mældust við suðurenda og undir Kleifarvatni.

Norðurland

Nokkuð dreifð skjálftavirkni var norðan við land, þó mest austan Grímseyjar.

Hálendið

Skjálftahrinan við Herðubreið, sem hófst 29. janúar, náði hámarki fimmtudaginn 8. febrúar. Þann dag mældust 114 skjálftar. Stærsti skjálftinn var 2,5 stig, en skjálftar allt niður í 0,4 stig mældust. Síðan á laugardaginn 10. febrúar hafa fáir skjálftar mælst á svæðinu. Sjá þróun hrinunnar hér (frá Halldóri Geirssyni).
Dreifð virkni var undir Vatnajökli.

Mýrdalsjökull

Aðeins 7 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, allir undir vestanverðum jöklinum. Þeir voru á stærðarbilinu 0,8-2,1 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir