Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070219 - 20070225, vika 08

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust alls 144 atburðir, þar af 22 líklegar framkvæmdasprengingar. Almennt var virknin róleg en lítil hrina varð um 15 km A við Grímsey á miðvikudag.

Suðurland

Stöku smáskjálftar, þar af einn við Mjóaskarð í Vatnafjöllum.

Reykjanesskagi

Nokkrir smáskjálftar mældust við Fagradalsfjall, Kleifarvatn og á Hengilssvæðinu. Nokkrir skjálftar mældust á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Á miðvikudag kl. 06:25 varð að stærð 3,1 um 15 km ANA af Grímsey og um 30 skjálftar voru staðsettir á þessu svæði í vikunni. Litlar hrinur sem þessi eru algengar á þessum slóðum.
Þá mældust nokkrir skjálftar í Axarfirði, Eyjafjarðarál og víðar úti fyrir Norðurlandi.
Einn atburður mældist við Þeistareyki.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust nokkrir smáskjálftar. Á mánudag varð hrina lítilla skjálfta (um og undir 1 að stærð) austan við Bárðabungu um kl. 21:20, sjá óróarit.
Einn skjálfti mældist skammt frá Hveravöllum og annar skammt frá Skjaldbreið.

Mýrdalsjökull

Meinhægt var undir Mýrdalsjökli, aðeins náðist að staðsetja þrjá atburði, sá stærsti 2,0 að stærð.

Umhverfis Ísland

Nokkuð var um stærri skjálfta í grennd við Ísland í vikunni sem sáust á mælakerfi VÍ. Sjá kort frá félögum okkar í EMSC.

Halldór Geirsson