Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070305 - 20070311, vika 10

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 107 jarðskjálftar og 12 sprengingar eða líklegar sprengingar.

Suðurland

Þann 5. og 6. mars mældust 6 smáskjálftar við Nesjavelli. Þeir voru allir minni en 1 að stærð. Á Hengilssvæðinu mældust einnig 7 aðrir smáskjálftar með upptök við Ölkelduháls og við Hrómundartind.
Á Suðurlandsundirlendinu mældust 11 smáskjálftar , allir minni en 1. Upptök flestra voru við Hestvatns- og Holtasprunguna.

Reykjanesskagi

Tveir smákjálftar voru við Kleifarvatn og einn við Geitafell. Þann 9.3. kl. 18:52 var skjálfti að stærð 1.7 með upptök um 7 km norður af Reykjanestá, við Stóru-Sandvík.
Þann 7.3. kl. 05:39 var skjálfti að stærð 1.9 með upptök um 4 km suðvestan við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi voru jarðskjálftar í Eyjafjarðarál, fyrir mynni Eyjafjarðar, við Grímsey og inn í Öxarfirði.
Þann 6.3. kl. 23:47 var jarðskjálfti að stærð 3.1 með upptök við Kaldbak, um 10 km norðan við Grenivík.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust 7 skjálftar. Tveir skjálftar voru við Esjufjöll þann 10. mars. Fjórir skjálftar áttu upptök við Kverkfjöll og 2 við Bárðarbungu.

Við Öskju mældust 6 skjálftar. Við Herðubreið mældust 8 skjálftar. Við Upptyppinga mældust 8 jarðskjálftar þar af voru 7 skjálftar á um 20 km dýpi.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 9 skjálftar. Fimm skjálftar áttu upptök undir Goðabungu. Stærstu skjálftarnir þar voru um 2 að stærð. Fjórir skjálftar voru með upptök í eða við Kötluöskjuna.

Gunnar B. Guðmundsson