| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20070312 - 20070318, vika 11

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Skjálftavirkni var með rólegra mótinu í vikunni, en 109 skjálftar voru staðsettir auk nokkurra sprenginga vegna ýmissa framkvæmda víða um land. Lang flestir skjálftanna eru minni en 1 af stærð, en stærsti skjálfti vikunnar mældist 2,5 km vestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg og var hann 2,4 af stærð.
Suðurland
Á Hengilssvæðinu mældust 2 skjálftar. 10 skjálftar mældust í Ölfus og nágrenni. Enn mælast skjálftar á Hestvatnssprungunni, en í vikunni voru þeir 7. 5 skjálftar mældust í Holtunum og 2 skjálftar voru um 13 km vestur af Heklu.
Reykjanesskagi
1 skjálfti mældist 2,5 km vestur af Geirfugladrangi og var hann jafnframt stærsti skjálfti vikunnar eða 2,4 af stærð. 2 skjálftar mældust í Fagradalsfjalli og 6 skjálftar í og við Kleifarvatn.
Norðurland
Norður af landinu mældust 24 skjálftar, allir minni en 2 á Richter.
Hálendið
Við Upptyppinga mældust 20 smáskjálftar og voru þeir allir á dýptarbilinu 15-20 km. Á öllu svæðinu við Öskju, Herðubreið og Upptyppinga mældust alls 35 skjálftar. Í Vatnajökli voru staðsettir 10 skjálftar.
Mýrdalsjökull
2 skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli og voru þeir báðir um 2 af stærð, en á óróagrafi frá skjálftastöðinni "god" mátti greinilega sjá að mun fleiri skjálftar eru á þessu svæði, en þeir eru það litlir að þeir sjást ekki á næstu skjálftastöðvum og því ekki hægt að staðsetja þá með nákvæmum hætti.
Hjörleifur Sveinbjörnsson