Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070319 - 20070325, vika 12

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Róleg vika, alls mældust 115 skjálftar og 5 sprengingar þessa vikuna. Stærstu skjálftarnir, að stærð 3-4, mældust norður á Kolbeinseyjarhrygg um 200-350 km norður af landinu. Virkni mældist þar alla vikuna, en var mest fyrstu 2 dagana. Smáhrinu varð vart við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga að morgni þriðjudags, en annars hefur virknin verið jöfn alla vikuna.

Suðurland

Á Suðurlandi mældust 15 skjálftar. Enginn skjálfti náði stærð 2, en þeir stærstu voru á Hellisheiði við Hengilinn.

Reykjanesskagi

Frá miðnætti og fram til klukkan 10 að morgni þriðjudagsins 20. mars mældust 18 skjálftar austan við Fagradalsfjall, en svona hrinur eru algengar þar. Enginn skjálftanna náði stærð 2. Auk þess mældist einn skjálfti við Kleifarvatn og 2 skjálftar úti á hrygg, við Eldey og við Geirfuglasker.

Norðurland

Við Kröflu mældust 2 smáskjálftar og 1 norður af Gjástykki, en annars var virknin dreifð um Tjörnesbrotabeltið. Norður á hrygg, við 68°N-69°N, mældust 8 skjálftar.

Hálendið

Á Torfajökulssvæðinu mældust 2 skjálftar. Virkni er töluverð í Vatnajökli og mældust skjálftar um mestallan vestanverðan jökulinn. Virkni er aðeins að byrja aftur við Grímsvötn og einnig mældist skjálfti við Þórðarhyrnu. Eins var virkni bæði á Lokahrygg, í Bárðarbungu og við Kverkfjöll þessa vikuna. Í Skeiðarárjökli mældust 9 ísskjálftar samfara rigningu og vatnavöxtum. Við Herðubreið mældust 7 skjálftar og 1 við Öskju.

Mýrdalsjökull

Undir Goðabungu mældust 5 smáskjálftar, sá stærsti um 2, en 2 skjálftar (ísskjálftar) mældust í austanverðum jöklinum.

Steinunn S. Jakobsdóttir