Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070402 - 20070408, vika 14

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 179 jarðskjálftar og 7 sprengingar. Þetta er álíka virkni og verið hefur undanfarnar vikur, en þessi vika einkenndist af óvenju mikilli og dreifðri virkni í Vatnajökli. Nokkrir skjálftar mældust um 200 km norður af landinu og var stærsti skjálftinn þar um 3,6. Austur af Grímsey mældust tveir skjálftar að stærð um 3, en aðrir skjálftar á landinu voru minni.

Suðurland

Athyglisverðasta virknin á Suðurlandi var smá hrina sem mældist rétt við Geysi á miðvikudag og fimmtudag. Stærstu skjálftarnir í hrinunni mældust að stærð 1.

Reykjanesskagi

Smáhrina varð í Kleifarvatni aðfararnótt 7. apríl. Stærstu skjálftarnir voru um 1,5 að stærð.

Norðurland

Einn skjálfti mældist í Kröflu, tveir nálægt Þeistareykjabungu og tveir norður af Gjástykki. Þann 5. apríl mældust tuttugu skjálftar norður af Siglufirði, sá stærsti mældist 1,7.

Hálendið

Mikil virkni var undir Vatnajökli og mældust skjálftar í Esjufjöllum, upp af Skeiðarárjökli, við Háubungu, við Síðujökul auk virkni á Lokahrygg, við Bárðarbungu, í Kverkfjöllum og við jaðar Dyngjujökuls. Enn fleiri skjálftar sáust á óróagröfunum, en ekki var unnt að staðsetja fleiri. Nokkrir skjálftar mældust undir Herðubreiðartöglum og við Öskju.

Mýrdalsjökull

Níu skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, enginn þeirra náði stærðinni 2.

Steinunn S. Jakobsdóttir