| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20070416 - 20070422, vika 16
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni var 241 atburður staðsettur, þar af um 20 sprengingar (flestar óstaðfestar).
Suðurland
Nokkuð rólegt var á Suðurlandi, en þó mældust 10 skjálftar á Hestvatnssprungunni.
Reykjanesskagi
Nokkrir smáskjálftar mældust undir Kleifarvatni. Engin önnur virkni var á Reykjanesskaganum.
Reykjaneshryggur
Nokkrir skjálftar mældust út á hrygg.
Norðurland
Um 30 skjálftar voru staðsettir í Öxarfirði fyrstu daga vikunnar, þeir síðustu í hrinu sem hófst 12. apríl. Á sunnudeginum 22. apríl mældust yfir 30 skjálftar um 40 km norður af Siglufirði. Stærstu skjálftar í þeirri hrinu voru tæplega þrír að stærð.
Hálendið
Austan við Öskju, sunnan Upptyppinga, varð hrina smáskjálfta fyrstu daga vikunnar. Um 70 skjálftar voru staðsettir, flestir innan við 1 að stærð. Þessir skjálftar urðu á miklu dýpi, 18-21 km. Undir Vatnajökli mældust 12 skjálftar, við Hamarinn, Bárðarbungu, Kistufell og Kverkfjöll.
Mýrdalsjökull
Aðeins 6 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, 4 við Goðabungu og 2 innan Kötluöskju. Einn skjálfti mældist undir Eyjafjallajökli.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir