Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070507 - 20070513, vika 19

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 216 jarðskjálftar og 7 staðfestar eða líklegar sprengingar.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu mældust 11 skjálftar og voru flestir þeirra með upptök við Ölkelduháls. Stærsti skjálftinn varð þann 7. maí kl. 09:04, 1.7 að stærð.

Á Suðurlandsundirlendi mældust 10 skjálftar. Upptök þeirra voru í Holtum, í Landsveit og við Haukadal á Rangárvöllum. Stærsti skjálftinn var 1.8 að stærð.

Reykjanesskagi

Þann 9. maí kl. 05:23 var skjálfti um 1 að stærð með upptök um 6 km norðnorðaustur af Eldey á Reykaneshrygg. Sex skjálftar áttu upptök um 8-9 km norðvestur af Eldey 12. og 13. maí. Einn þann 12. en hinir þann 13. og þeirra stærstur var um 1.8 að stærð kl. 23:40 þann 13. maí.

Fáeinir smáskjálftar voru við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og einnig við Krísuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn var við Kleifarvatn þann 7. maí kl. 18:47, 1.8 að stærð.

Norðurland

Á Tjörnesbrotabeltinu mældust 34 skjálftar. Þann 12.5. var skjálftahrina með upptök um 14-15 km austur af Grímsey. Í hrinunni mældust 12 skjálftar og sá stærsti var 1.8 að stærð. Um 15 skjálftar voru í Öxarfirði alla vikuna og fáeinir skjálftar mældust við Flatey á Skjálfanda.

Tveir skjálftar mældust við Þeistareyki og tveir á Mývatnsöræfum.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust 15 skjálftar með upptök við Grímsvötn, Lokahrygg, Bárðarbungu, Kistufell og Kverkfjöll. Stærsti skjálftinn átti upptök um 11 km norðaustur af Bárðarbungu þann 8. maí kl. 07:21, stærð 2.7.

Við Öskju, Herðubreið og Upptyppinga mældust 84 skjálftar. Þar af voru 44 djúpir skjálftar við Upptyppinga. Þeir eru aðallega á dýptarbilinu 16-19 km. Frá lokum febrúar og fram til 13. maí hafa mælst hátt í 500 djúpir skjálftar við Upptyppinga. Dregið hefur úr virkninni undanfarna viku.

Mýrdalsjökull

Þann 11. maí kl. 18:51 mældist skjálfti að stærð 2.1 við Steinsholt í Eyjafjallajökli. Undir Mýrdalsjökli mældust 19 skjálftar og voru upptök flestra þeirra undir vesturhluta hans, Goðabungu. Stærstu skjálftarnir voru um 2.2 að stærð með upptök undir Goðabungu.
Á Torfajökulssvæðinu mældust 4 skjálftar. Sá stærsti þar var 1.9 að stærð.

Austfirðir

Þann 11. maí kl. 21:08 mældist skjálfti að stærð 1.7 um 57 km norðaustur af Glettinganesi.
Þann 9. maí var skjálfti við Hornafjörð, kl. 04:34, stærð 1.5 og annar austan við Hoffellsjökul, kl. 23:02, stærð 1.8.

Gunnar B. Guðmundsson