Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070514 - 20070520, vika 20

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Jarðskjálftavirknin í vikunni einkenndist af smáskjálftum. Stærstu skjálftarnir, sem mældust við og á landinu, voru 2,3 stig í hrinum út af Eyjafirði og við Herðubreið.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu og Hengilssvæðinu var virknin dreifð og allir skjálftarnir smáir.

Reykjanesskagi

Undir Kleifarvatni var lítil smáskjálftahrina að kvöldi 18. maí. Stærsti skjálftinn þar var 1,8 stig.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi var virknin dreifð, en stærstu skjálftarnir voru í hrinu um 45 km vestan við Grímsey, 2,3 og 2,2 stig. Í Öxarfirði voru nokkrir smáskjálftar, sá stærsti 1,4 stig.

Hálendið

Norðan við Herðubreið var hrina þann 19. og 20. maí, stærsti skjálftinn var 2,3 stig að stærð. Þar mældust á fimmta tug skjálfta, og auk þess dreifðir skjálftar um svæðið, við Öskju og Upptyppinga á sama stað og undanfarnar vikur. Á svæðinu vestan við Torfajökul mældust 65 skjálftar í vikunni. Þeir stærstu eru 0,9 stig að stærð, en gæði staðsetninganna eru fremur léleg vegna gerðar jarðlaga á svæðinu. Í Vatnajökli voru skjálftar á víð og dreif, sá stærsti var 1,7 stig í Bárðarbungu.

Mýrdalsjökull

Rólegt var í Mýrdalsjökli, stærsti skjálftinn þar var 1,4 stig í Goðabungu. Þá mældist einn smáskjálfti í Eyjafjallajökli.

Þórunn Skaftadóttir