Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070528 - 20070603, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir alls 295 atburðir, þar af 10 staðfestar eða líklegar sprengingar. Mest bar á smáskjálftavirkni við Upptyppinga og á Torfajökulssvæðinu. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,0 á Richter við landgrunnsbrúnina um 100 km ASA af Hornafirði.

Suðurland

Heldur ræfilsleg smáskjálftavirkni á víð og dreif. Stærsti skjálftinn var 1,7 á Richter nálægt Sandhólaferju á Suðurlandi.

Reykjanesskagi

Nokkrir smáskjálftar, helst austan við Fagradalsfjall. Einnig mældust nokkrir skjálftar á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Alls mældust 47 atburðir á og úti fyrir Norðurlandi og dreifðist virknin víða.

Hálendið

Upptyppingar: Virkni við Upptyppinga á NA hálendinu tók sig upp aftur í vikunni eftir nokkuð hlé. Hér má sjá tímaþróun virkninnar frá síðastliðnum apríl. Allir eru skjálftarnir smáir (undir 1,2 að stærð). Virknin virðist koma í hviðum sem standa yfir í 1-3 daga og urðu tvær slíkar hviður í vikunni (alls yfir 100 skjálftar).
Torfajökull: Í maí hófst smáskjálftavirkni undir Torfajökulsöskjunni og hélt hún áfram í vikunni. Allir eru skjálftarnir litlir (undir 1 að stærð) og staðsetningar eru ekki góðar. Staðsettir voru um 40 atburðir en a.m.k. annað eins var ekki hægt að staðsetja.
Önnur svæði: Reytingur var af skjálftum undir vestanverðum Vatnajökli og ísskjálftar mældust undir Skeiðarárjökli.

Mýrdalsjökull

Einungis 7 atburðir mældust hér og voru þeir allir smáir.

Virkni vikunnar dag fyrir dag

29. maí 2007 kl. 17:30: Meinhægt; nokkrir smáskjálftar hér og þar um landið. Smáskjálftavirkni við Torfajökul heldur áfram.
30. maí 2007 kl. 17:10: Virkni við Upptyppinga hefur tekið sig upp aftur í eftirmiðdaginn. Áframhaldandi smáskjálftavirkni við Torfajökul. Þessir atburðir eru allir afar smáir og ólíklegt að þeir viti á frekari tíðindi. Annars meinhægt.
31. maí 2007 kl. 21:30: Smáskjálftavirkni við Upptyppinga hefur haldið áfram í dag. Sjá einnig þróun virkni síðustu tveggja mánaða við upptyppinga hér. Einnig er líklegt að ísskjálftavirkni hafi byrjað í Skeiðarárjökli í morgun eða í gær, en eftir er að kanna það betur.
1. júní 2007 kl. 17:20: Mjög hefur dregið úr smáskjálftavirkni við Upptyppinga. Sem stendur er allt með kyrrum kjörum.
2. júní 2007 kl. 14:05: Í dag hafa aðeins mælst 4 skjálftar. Einn þeirra er af stærðinni 3,0 á Richter og er staðsettur um 100 km austsuðaustur af Höfn í Hornafirði, við landgrunnsbrúnina. Jarðskjálftar mælast stöku sinnum á þessum slóðum.
3. júní 2007 kl. 11:35: Virknin við Upptyppinga hefur tekið örlítinn kipp aftur. Annars er allt með kyrrum kjörum.

Halldór Geirsson