| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20070604 - 20070610, vika 23

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust 433 jarðskjálftar og 10 sprengingar. Mesta virknin var á laugardaginn við Upptyppinga á norðaustur hálendinu, en þá mældust 195 smáskjálftar.
Suðurland
Hátt í 40 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi, allir litlir. Á laugardaginn mældust 13 skjálftar undir Hellisheiði með stærðir milli -0,3 og 1,2 stig.
Einn skjálfti, 2,1 stig, mældist við Surtsey á sunnudaginn.
Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur
Aðeins 4 skjálftar mældust á Reykjanesskaganum, allir í nágrenni Kleifarvatns.
Á Reykjaneshryggnum mældust 4 skjálftar, 2 við Geirfugladrang og 3 við Eldey. Stærstur var 2,6 stig.
Norðurland
Norðan við land mældust hátt í 40 skjálftar. Þeir voru nokkuð dreifðir í tíma og staðsetningu, en þó mældust 12 skjálftar í Öxarfirðinum.
Hálendið
Yfir 300 smáskjálftar mældust við Upptyppinga austan við Öskju. Mesta virknin var á laugardaginn þegar tæpilega 200 skjálftar mældust. Virkni á svæðinu hefur mælst af og til síðan í apríl.
Undir Vatnajökli mældust 9 skjálftar norðaustan í Bárðarbungu, tveir við Kistufell, tveir við Kverkfjöll og tveir í Esjufjöllum. Stærsti skjálftinn var 3,0 stig norðaustan í Bárðarbungu.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli mældust 12 skjálftar, flestir við Goðabungu. Stærsti skjálftinn var 2,2 stig.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir